Tjaldsvæðið er við suðurinnkeyrsluna í bæinn (þegar komið er frá Akureyri) alls 9.500 fermetrar að stærð.  Það stendur við hlið íþróttasvæðisins, skólans og Sundlaugarinnar á Dalvík. Í kring er góð aðstaða til leikja fyrir börn, grasbalar fyrir leiki og boltaspark, gervigras sparkvöllur, körfuboltavöllur og ýmis leiktæki. Á tjaldsvæðinu er heitt og kalt vatn, sturtur og snyrtingar með aðgengi fyrir fatlaða. Á svæðinu er góð aðstaða innandyra, þar er hægt að þvo leirtau og elda. Innandyra er aðstaða til að setjast niður. Hægt er að komast í þvottavél, þurrkara og aðstöðu til að þurrka skóbúnað.Einnig er rennandi vatn fyrir áfyllingar á vatnstanka og niðurfall fyrir losun ferðaklósetta.

Fjölmargir áhugaverðir staðir finnast á Dalvík og á Tröllaskagum öllum sem vert er að heimsækja. Tröllaskagi er ríkur af bæði náttúruminjum og menningarminjum. Má þar t.a.m. nefna Friðland Svarfdæla og Fólkvang í Böggvisstaðasfjalli. Vinsælt hefur verið að fara í hvalaskoðun, bjórböðin sem opnuðu sumarið 2017 og ógleymdum gönguleiðum. Svo er heimasókn á Byggðasafnið Hvoll en Tveir þjóðþekktir svarfdælingar eiga sínar stofur á safninu. Þar ber að nefna Jóhann Svarfdæling sem eitt sinn var hæsti maður heims og Kristjánsstofu Eldjárns. Nánari upplýsingar um afþreyingu og þjónustu á svæðinu er að finna á www.visittrollaskagi.is

Þjónusta

Upplýsingar

Heimilisfang Svarfaðarbraut
Póstfang/Bær 
620 Dalvík
Sími
 6254775
Netfang
 sundlaug@dalvikurbyggd.is og camping.dalvik@gmail.com
Vefsíða 
tjalda.is/dalvik
Opnunartími 
15 maí til 15. september
Fjarlægð frá Reykjavík: 410 km
Fjarlægð frá Seyðisfirði: 317 km

Þjónusta á staðnum

Kort

Myndir