Útilegukortið

Vesturland - Eldborg

LoadingAdd

Tjaldsvæðið á Hótel Eldborg er rekið á sumrin í Laugargerðisskóla á Snæfellsnesi, við hinar landsþekktu Löngufjörur. Aðstaðan hentar vel einstaklingum, fjölskyldum og hópum. Einnig er staðurinn vinsæll til ættarmóta. Hótel Eldborg er miðsvæðis fyrir ferðalög um Vesturland. Á svæðinu er sparkvöllur og leiktæki. Í nánasta nágrenni er fjöldinn allur af áhugaverðum stöðum s.s. heitar laugar, hellar, vötn til að veiða í, selalátur, breiðasti stuðlabergsveggur landsins og ölkelda svo dæmi séu tekin. Við tjaldsvæðið er sundlaug sem opin er gestum eftir samkomulagi. Á staðnum er hestaleiga, í boði eru hálfdagsferðir um Löngufjörur en þar eru taldar bestu reiðleiðir sem Ísland hefur upp á að bjóða. Þær þarf að bóka með fyrirvara því sæta þarf sjávarföllum.

Góð veitingaaðstaða.

Við bjóðum máltíðir þar sem lögð er áhersla á íslenskt hráefni og persónulega þjónustu. Tjaldsvæðisgestir eru velkomnir í glæsilega morgunverðahlaðborðið okkar. Í boði er netsamband fyrir viðskiptavini veitingahúsins. Ekki má svo gleyma barnum sem oft er líflegur á kvöldin.

Hvernig rata ég?
Hótel Eldborg er u.þ.b. 120 km. frá Reykjavík. Ekið er í gegnum Borgarnes og beygt til vinstri við hringtorgið, uppá Mýrarnar vegur 54. Þaðan eru 50 km. á Hótel Eldborg. Hafið í huga að gönguleiðin á Eldborgina er merkt 10 km áður en þú kemur að tjaldstæðinu, ekki taka þá beygju ef þú ætlar til okkar.

Helstu upplýsingar

Heimilisfang Laugargerðisskóli
Póstfang/Bær 311Borgarnes
Sími 897 1089
Netfang hoteleldborg@hoteleldborg.is
Vefsíða hoteleldborg.is
Opnunartími 20 maí–20 ágúst

Þjónusta á staðnum

Afþreying á Vesturland

Önnur tjaldsvæði á Vesturlandinu

Akranes

Kalmansbraut
300 Akranes

Open
5. maí til 1. október

Hellissandur

Hellissandur
360 Hellissandi

Open
15. maí–15. september

Laugar

Laugar
371 Búðardalur

Open
2. júní–27. ágúst

Ólafsvík

Ólafsvík
355 Ólafsvík

Open
15. maí – 15. september

Varmaland

Varmaland
311 Borgarnes

Open
1. júní til 31 ágúst.