Útilegukortið

Norðurland - HEIÐARBÆR

LoadingAdd

Heiðarbær er staðsettur á milli Húsavíkur og Mývatns við þjóðveg nr. 87 í 20 km fjarlægð frá Húsavík. Við Heiðarbæ er vel staðsett tjaldsvæði ásamt stæðum fyrir tjaldvagna, fellihýsi og húsbíla. Á tjaldstæðinu er ágæt leikaðstaða og minigolf. Boðið er upp á alhliða veitingar og mat samkvæmt matseðli, léttvín, kaffi og meðlæti. Í Heiðarbæ er auk tjaldstæðis boðið upp á svefnpokagistingu fyrir allt að 30 manns í hólfuðum sal. Svefnpokagistingu fylgir ágætis eldunaraðstaða og hentar vel hópum. Einnig er boðið upp á gistingu í uppbúnum rúmum. Seld eru veiðileyfi í Langavatn og Kringluvatn sem eru í um 6-13 km fjarlægð frá Heiðarbæ. Heiðarbær er einnig kjörinn dvalarstaður fyrir veiðimenn í nærliggjandi veiðiám.

Í Heiðarbæ er sundlaug með heitum potti sem er opin júní, júlí og ágúst frá kl. 11:00 – 22:00 alla daga vikunnar. Heiðarbær í Reykjahverfi er vel staðsettur fyrir þá sem skoða vilja austurhluta norðurlandsins, njóta dvalar í góðu veðri og slappa af í rólegu umhverfi. Frá Heiðarbæ er stutt í flesta vinsælustu áningastað ferðamanna á svæðinu eins og Mývatn, Goðafoss, Ásbyrgi, Jökulsárgljúfur og Laxá í Aðaldal. Frá Heiðarbæ eru 20 km til Húsavíkur. Frá Húsavík eru daglegar hvalaskoðunarferðir yfir sumarmánuðina og einnig söfn s.s hvalasafn og minjasöfn ásamt ýmsum  áhugaverðum skoðunarstöðum. Í júlí er tilvalið fyrir gesti tjaldsvæðisins að skella sér á Mærudaga á Húsavík sem haldnir verða síðustu helgina í mánuðinum.

Ef haldin eru ættarmót eða samkoma á vegum félagasamtaka þar sem samið er um sérstakan „pakka“ þá gildir ekki Útilegukortið til frádráttar frá umsömdu verði. Þjónusta (vor og haust ) fyrir og eftir auglýstan opnunartíma fer eftir tíðarfari og því hægt er að hafa samband í síma 464 3903 fyrir utan opnunartíma ef fólk er á ferðinni.

Helstu upplýsingar

Heimilisfang Heiðarbær Reykjahverfi
Póstfang/Bær 641 Húsavík
Sími 464 3903/864 0118
Netfang heidarbaer@simnet.is
Vefsíða www.heidarbaer.is
Opnunartími 1. júní–15. september

Þjónusta á staðnum

Önnur tjaldsvæði á Norðurlandinu

Húsabakki

Húsabakki, Svarfaðardal
620 Dalvík

Open
maí – til fyrstu snjóa

HVAMMSTANGI

Kirkjuhvammur
530 Hvammstangi

Open
15. maí–15. október

Kópasker

Austurtröð 4
670 Kópasker

Open
1. júní - 15. september

Lónsá

Lónsá
601 Akureyri

Open
31. maí – 15. september

Raufarhöfn

við Skólabraut
675 Raufarhöfn

Open
1. júní - 15. september

SIGLUFJÖRÐUR

Gránugötu 24
580 Siglufjörður

Open
15. maí – 15 október

SKAGASTRÖND

Hólabraut 35
545 Skagaströnd

Open
1. júní – 10. september

ÞÓRSHÖFN

við Miðholt
680 Þórshöfn

Open
1.júní–31.ágúst

Afþreying á Norðurland

Phone numbers in iceland

Access codes

Country calling code +354
International call prefix 00

Special numbers

Emergency services 112
Police 444 2500
Directory enquiries 1818, 1819 or 1800
Speaking clock 155

Weather in iceland

Reykjavík

Monday
Rain
C
Wind: 9 m/s SE
Tuesday
C
3 m/s SW
Wednesday
C
7 m/s SW
Thursday
-3°C
6 m/s S

Currency in iceland

CurrencyRateAmount
ISK
1
USD
100.11
DKK
16.73
EUR
124.6
NOK
12.9
GBP
140.7
SEK
12.6

We are finalising the upcoming Campingcard for 2018 with participating camp sites.

We expect the card to be finalised in Febrary 2018. Kind regards the Campingcard team.