Útilegukortið

Norðurland - Húsabakki

LoadingAdd

Húsabakki er staðsettur á fallegum stað í miðjum Svarfaðardal 5 km frá Dalvík í u.þ.b. 30 mínútna akstri frá bæði Akureyri og Siglufirði. Við bjóðum upp á fjölbreytta aðstöðu með góðu þriggja stjörnu tjaldsvæði miðsvæðis á Norðurlandi. Góð aðstaða fyrir fjölskyldufólk og þá sem vilja njóta náttúrunnar í fallegu umhverfi.

Þjónusta í boði:
Rafmagn, sturtur, þvottavél og þurrkari, grill, aðstaða til að elda og vaska upp með bæðu heitu og köldu vatni,seyrulosun, leiksvæði aðgangur að interneti og hægt að kaupa morgunmat og máltíðir.

Afþreying:
Gott leiksvæði fyrir börn og fullorðna, Miní golf, íþróttavöllur,og bálstæði og aðstaða til að grilla í gróðurreit staðarins. Auðveldar gönguleiðir í Friðlandi Svardæla, fuglaskoðun og fuglaskoðunarhús. Í næsta nágrenni má einnig finna golfvöll í 2,5 km fjarlægð, hestaleigu 3 km, sundlaug 5 km, hvalaskoðun 5 km, kanó leiga 4 km, og fjölmargar gönguleiðir sem hægt er að fara með eða án leiðsagnar. Allir helstu ferðamannastaðir á Norðurlandi eru í innan við tveggja tíma akstursfjarlægð. Við leggjum áherslu á notalegt andrúmsloft og persónulega þjónustu við gesti.

Athugið að Útilegukortið gildir ekki yfir Fiskidagshelgina.

Helstu upplýsingar

Heimilisfang Húsabakki, Svarfaðardal
Póstfang/Bær 620 Dalvík
Sími 859 7811 / 511 2800
Netfang husabakki@husabakki.is
Vefsíða www.husabakki.is
Opnunartími maí – til fyrstu snjóa

Þjónusta á staðnum

Afþreying á Norðurland

Önnur tjaldsvæði á Norðurlandinu

FJALLADÝRÐ

Möðrudalur
601 Mývatn

Open
20. maí–10 september

HEIÐARBÆR

Heiðarbær Reykjahverfi
641 Húsavík

Open
1. júní–10. september

HVAMMSTANGI

Kirkjuhvammur
530 Hvammstangi

Open
15. maí–15. október

Kópasker

Austurtröð 4
670 Kópasker

Open
1. júní - 15. september

Lónsá

Lónsá
601 Akureyri

Open
31. maí – 15. september

Raufarhöfn

við Skólabraut
675 Raufarhöfn

Open
1. júní - 15. september

SIGLUFJÖRÐUR

Gránugötu 24
580 Siglufjörður

Open
15. maí – 15 október

SKAGASTRÖND

Hólabraut 35
545 Skagaströnd

Open
1. júní – 10. september

ÞÓRSHÖFN

við Miðholt
680 Þórshöfn

Open
1.júní–31.ágúst