
Tjaldsvæðið er við Íþróttamiðstöðina í Ólafsfirði og þar er lítil tjörn með miklu fuglalífi og smásílum sem vinsælt er að veiða hjá yngri krökkunum. Einnig er 9 holu golfvöllur aðeins um 2 km frá tjaldsvæðinu og stutt er í veiði, hvort heldur sem er á bryggjuna, eða í silung í Ólafsfjarðarvatni. Seld eru veiðileyfi í Fjarðará sem er inn af vatninu.
Ýmsir viðburðir eru skipulagðir á svæðinu í sumar og þar má nefna:
18.-22. apríl Páskafjör – Á skíðasvæðum Fjallabyggðar, Skarðsdal Siglufirði og Tindaöxl Ólafsfirði
18.-22. apríl Menningadagar í Fjallabyggð
17. maí Fjallaskíðamót, Super Troll Ski Race 2019
1. – 2. júní Sjómannadagshátíð í Ólafsfirði
17. júní 17. júní hátíðarhöld í Ólafsfirði og á Siglufirði
3.- 7. júlí Þjóðlagahátíð á Siglufirði
27. júlí Trilludagar á Siglufirði
1.-4. ágúst Berjadagar í Ólafsfirði – Klassíska tónlistarhátíðin um verslanamannahelgi
Sept/okt Ljóðahátíðin Haustglæður á Siglufirði
Stutt er í gönguferðir fyrir fjallagarpa og kajak og árabátasiglingar á vatninu í kvöldkyrrðinni.
Nánari upplýsingar eru á heimasíðu Fjallabyggðar: www.fjallabyggd.is og www.visittrollaskagi.is
Country calling code | +354 |
International call prefix | 00 |
Emergency services | 112 |
Police | 444 2500 |
Directory enquiries | 1818, 1819 or 1800 |
Speaking clock | 155 |
Currency | Rate | Amount |
---|---|---|
ISK | 1 | |
USD | 119.7 | |
DKK | 18.19 | |
EUR | 135.7 | |
NOK | 13.91 | |
GBP | 156.28 | |
SEK | 12.8 |