Útilegukortið

Vesturland - Ólafsvík

LoadingAdd

Ólafsvík er stærsti þéttbýliskjarninn í Snæfellsbæ með um 1000 íbúa. Sjávarútvegur og stór höfn móta bæjarmyndina í Ólafsvík. Bæjarstæði er óvíða fegurra en í Ólafsvík. Fossar steypast af fjallsbrúnum að baki byggðinni og vatnsfarvegir hafa fengið að halda  upprunalegu svipmóti sínu í bænum. Í Ólafsvík hefur verið komið upp skemmtilegu  verslurnar- og verkháttasafni í “Pakkhúsinu”, gömlu verslunarhúsi sem reist var árið 1844 og stendur í hjarta bæjarins. Þar er líka handverkssala íbúa Snæfellsbæjar. Í Ólafsvík eru bensínstöðvar, verslanir, sundlaug, safn, heilsugæsla, pósthús og önnur nauðsynleg þjónusta.

Tjaldsvæðið í Ólafsvík er við austari enda bæjarins og er því strax þegar komið er að bænum frá Fróðárheiði / Grundarfirði / Reykjavík. Þar er aðstaðan nokkuð góð en lítið þjónustuhús er á miðju svæðinu með heitu og köldu vatni, sturtum og salerni. Rafmagnstenglar eru á svæðinu en hægt er að leigja aðgang að rafmagni. Leiktæki eru einnig á svæðinu. Svæðið er nokkuð slétt og er girt af. Tjaldstæðið er skjólgott og er í 10 mín. göngufæri frá miðbæ Ólafsvíkur, 15 mín. ganga er í sundlaugina og pósthúsið.
Margar góðar gönguleiðir eru frá tjaldsvæðinu í Ólafsvík. Tjaldsvæðið er í umsjón Upplýsingamiðstöðvar Snæfellsbæjar sem er staðsett í Ólafsvík.
Athugið að Útilegukortið gildir ekki á bæjarhátíðum Snæfellsbæjar.

Helstu upplýsingar

Heimilisfang Ólafsvík
Póstfang/Bær 355 Ólafsvík
Sími 433 6929
Netfang info@snb.is
Vefsíða www.snb.is
Opnunartími 15. maí – 15. september

Þjónusta á staðnum

Afþreying á Vesturland

Önnur tjaldsvæði á Vesturlandinu

Akranes

Kalmansbraut
300 Akranes

Open
5. maí til 1. október

Eldborg

Laugargerðisskóli
311Borgarnes

Open
20 maí–20 ágúst

Hellissandur

Hellissandur
360 Hellissandi

Open
15. maí–15. september

Laugar

Laugar
371 Búðardalur

Open
2. júní–27. ágúst

Varmaland

Varmaland
311 Borgarnes

Open
1. júní til 31 ágúst.