Útilegukortið

Suðurland - BRAUTARHOLT

LoadingAdd

South Central – Ferðaþjónusta á Suðurlandi, rekur tjaldsvæðið í Brautarholti sem er staðsett í Skeiða- og Gnúpverjahreppi, miðja vegu milli Selfoss og Flúða. Tjaldsvæðið er rúmlega 80 km frá Reykjavík og er miðsvæðis á Suðurlandi. Selfoss, Flúðir og Árnes eru í um 15-20 mínútna akstursfjarlægð. Hestakráin er í um 10 mínútna göngufæri frá tjaldsvæðinu.

South Central rekur einnig vegamótel í Brautarholti. Um er að ræða 30 m² fjölskylduíbúðir fyrir fjóra og hentar vel fyrir gesti sem kjósa heldur þess konar vistverur.

Fallegar gönguleiðir eru í næsta nágreni. Þjórsárbakkar, Vörðufell, Hestfjall og Miðfell eru vinsælir staðir fyrir útivist og göngu svo ekki sé minnst á Þjórsárdalinn og þær náttúruperlur sem þar eru að finna. Næstu golfvellir eru á Flúðum, Grímsnesi, Selfossi og Hellu. Ekki er lengur verslun í Brautarholti. Kertasmiðjan sem þar var er flutt að Blesastöðum þar sem hún var áður til húsa. Hægt er að kaupa drykki, ís og annað nammi í sundlauginni á opnunartíma.

TJALDSVÆÐISREGLUR
Hundar eru leyfðir í ól og bundnir. Komi kvartanir eru hundaeigendur ávalt beðnir um að taka tillit og verða við óskum þeirra sem leggja fram kvörtun. Sé ítrekað kvartað þarf að biðja hundaeigendur um að fjarlægja hundinn.

1. Tjaldsvæðið er ekki mjög stórt svo mikilvægt að leggja bílum á bílastæði þegar allur búnaður er tilbúinn til notkunar.

2. Akstur inn á tjaldsvæðið er með öllu óheimill eftir kl. 23:00 Gert er ráð fyrir að ró sé komin á svæðið um miðnætti.

3. Almenn landslög og reglur gilda um ölvun á almannafæri. Staðarhaldarar hvetja gesti til að sýna ferðafélögum sínum tillitsemi.

4. Gestum ber að fjarægja allt rusl sem af dvöl þeirra hlýst. Ruslagámur er á tjaldsvæðinu fyrir allt almennt sorp. Sorpstöð er í Brautarholti fyrir spillefni eða annað sem ekki á heima í almennum sorpgámi.

LEIKVÖLLUR
Leikskólinn Leikholt er staðsettur við hlið á tjaldsvæðisins og er útisvæðið opið gestum um helgar og í sumarleyfi leikskólans.

SUNDLAUG
Skeiðalaug er heillandi lítil sundlaug og gufubaðið einstaklega vinsælt meðal gesta og heimamanna.

STURTUR OG SALERNI
Það er góð salernisaðstaða á svæðinu og sturtur eru aðgengilegar allan sólarhringinn.

RAFMAGN
Rukkað er aukalega fyrir rafmagnsnotkun, 900 kr. fyrir 10 Amp tengil á sólarhring sem er jafnframt lámarksgjald fyrir rafmagnsnotkun.

ÍÞRÓTTAVÖLLUR
Stór og mikill íþróttavöllur er á svæðinu. Þar eru fótboltamörk og mikið opið rými sem nota má til íþrótta iðkunnar af ýmsu tagi.

SAMKOMUTJALD
Hægt er að leigja 60m² partýtjald á staðnum. Staðarhaldari veitir upplýsingar um verð og uppsetningu.

FÉLAGSHEIMILI / SALUR
Félagsheimilið í Brautarholti hentar með ættarmótum og fyrir stærri hópa. Hreppurinn sér um leigu húsnæðisins en umsjónarmaður tjaldsvæðisins getur haft milligöngu um leigu salarins.

Athugið að Útilegukortið gildir ekki um Verslunarmannahelgina og þegar um frátekið svæði er að ræða fyrir hópa og ættarmót.

Helstu upplýsingar

Heimilisfang Brautarholti á Skeiðum (Skeiða- og Gnúpverjahreppi)
Póstfang/Bær 801 Selfossi
Sími 663 4666 – Tengiliður er Hermann Örn Kristjánsson.
Netfang camping@southcentral.is
Vefsíða www.southcentral.is
Opnunartími 10. júní – 15. september

Þjónusta á staðnum

Önnur tjaldsvæði á Suðurlandinu

ÁLFASKEIÐ

Syðra Langholti
845 Flúðum

Open
1. júní–1. september

GRINDAVÍK

Austurvegur
240 Grindavík

Open
15. maí–30. september

KLEIFARMÖRK

Kleifar-Mörk
880 Kirkjubæjarklaustur

Open
1. júní–31. ágúst

LANGBRÓK

Fljótshlíð
861 Hvolsvöllur

Open
1. maí–1. október

SANDGERÐI

Byggðarvegi
245 Sandgerði

Open
1. apríl–30. september.

Skjól

Kjóastaðir
801 Geysir

Open
1. maí -15. september, eða meðan veður leyfir

STOKKSEYRI

Sólvellir
825 Stokkseyri

Open
1. maí–1. október

T-BÆR

T-bær, Selvogi
815 Þorlákshöfn

Open
1. maí–30. september

ÞORLÁKSHÖFN

Hafnarberg 41 (við Íþróttamiðstöðina)
815 Þorlákshöfn

Open
15. maí–1. september

Afþreying á Suðurland

Phone numbers in iceland

Access codes

Country calling code +354
International call prefix 00

Special numbers

Emergency services 112
Police 444 2500
Directory enquiries 1818, 1819 or 1800
Speaking clock 155

Weather in iceland

Reykjavík

Monday
Rain
C
Wind: 9 m/s SE
Tuesday
C
3 m/s SW
Wednesday
C
7 m/s SW
Thursday
-3°C
6 m/s S

Currency in iceland

CurrencyRateAmount
ISK
1
USD
100.11
DKK
16.73
EUR
124.6
NOK
12.9
GBP
140.7
SEK
12.6

We are finalising the upcoming Campingcard for 2018 with participating camp sites.

We expect the card to be finalised in Febrary 2018. Kind regards the Campingcard team.