Posted on Færðu inn athugasemd

FLÓKALUNDUR

Tjaldsvæðið er stutt frá Hótel Flókalundi og þaðan er gott útsýni yfir Vatnsfjörðinn. Þar er góð aðstaða fyrir tjöld, tjaldvagna og fellihýsi. Hægt er að komast í rafmagn og í þjónustuhúsi eru salerni, heitt og kalt vatn, sturtur og aðstaða fyrir uppvask.

Á hótelinu er boðið upp á tauþvott. Tjaldsvæðið er opið frá 15. júní til 10. september. Á svæðinu er bensínstöð og verslun og á hótelinu er veitingasalur.

 

flokalundur1 flokalundur3 flokalundur-2jpg

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *