Útilegukortið

Vesturland - Grundarfjörður

LoadingAdd
Tjaldsvæði Grundarfjarðarbæjar er staðsett í jaðri bæjarins, rétt við íþróttamannvirki bæjarins. Svæðið sjálft skiptist í fimm mismunandi hluta. Elsti hlutinn er staðsettur í aflagðri grjótnámu sem er aðeins á bak við aðalsvæðið og skjólsælt í flestum áttum. Stærsta svæðið blasir við gestum við komuna og er kallað Ferningur. Hann er örstutt frá sundlauginni og þar við er ærslabelgur ásamt leiktækjum fyrir börn á skólalóðinni. Þriðja svæðið er á bakkanum fyrir ofan fótboltavöllinn en það hentar vel fyrir hjólhýsi og stærri húsbíla með góðu útsýni yfir höfnina og fjörðinn. Tvö minni svæði þar sem hægt er að tjalda henta vel fyrir hópa til að vera í næði.
Frá tjaldstæðunum er einstök fjallasýn til beggja átta ásamt útsýni yfir fjörðinn. Kirkjufellið, bæjarprýði Grundfirðinga blasir við gestum og er mjög vinsælt að sitja úti á kvöldin og bíða eftir fullkomna augnablikinu fyrir myndatöku. Stutt ganga er í alla þjónustu í bænum, hvort sem er í búðina, kaffihús, gallerí, niður á höfn eða bara liggja í leti í sundlauginni.
Grundarfjörður hentar einstaklega vel fyrir ferðalanga sem vilja tjalda á sama stað í nokkrar nætur þar sem staðsetningin er miðsvæðis á norðanverðu Snæfellsnesi í miðju sögusviði Eyrbyggjasögu. Héðan er stutt í allar áttir, hægt að fara í dagsferð í Flatey og næsta dag hring í Snæfellnesjökulsþjóðgarðinum. Svo er boðið upp á afþreyingu á svæðinu, s.s. hestaferðir, kajakferðir, bátsferðir, hvala- sjóstöng og fuglaskoðun. Golfvöllur er í nágrenninu og gönguleiðir frá fyrri tíð liggja upp í fjallgarðinn og útsýni yfir Kirkjufellið er stórkostlegt.

Útilegukortið gildir ekki á bæjarhátíð Grundarfjarðar dagana 23-26 júlí 2020

Helstu upplýsingar

Heimilisfang
Póstfang/Bær 350 Grundarfjörður
Sími 831 7242
Netfang camping@grundarfjordur.is
Vefsíða grundarfjordur.is
Opnunartími 1. júní - 15 september

Þjónusta á staðnum

Önnur tjaldsvæði á Vesturlandinu

Varmaland

Varmaland
311 Borgarnes

Open
1. júní til 31 ágúst.