Útilegukortið

Suðurland - KLEIFARMÖRK

LoadingAdd

Tjaldsvæðið Kleifar stendur við Geirlandsveg 2,5 km frá Kirkjubæjarklaustri. Við tjaldsvæðið er fallegur foss sem heitir Stjórnarfoss og á góðviðrisdögum verður vatnið í Stjórninni svo heitt að hægt er að fá sér sundsprett. Á tjaldsvæðinu eru tvö vatnssalerni og kalt rennandi vatn, bekkir og borð og beint á móti tjaldsvæðinu er fótboltavöllur. Stutt er á Kirkjubæjarklaustur þar sem hægt er að komast í matvöruverslun, veitingastaði og sundlaug svo eitthvað sé nefnt. Mikið er af skemmtilegum merktum gönguleiðum í nágrenni tjaldsvæðisins og fallegum stöðum til að skoða. Gaman er að skoða Kapelluna á Kirkjubæjarklaustri sem var vígð árið 1974 og byggð í minningu sr. Jóns Steingrímssonar, þess klerks sem söng hina frægu Eldmessu, 20. Júlí 1783, í kirkjunni á Klaustri. Talið er að Eldmessan hafi stöðvað hraunstrauminn sem þá ógnaði byggðinni.

Systrastapi er klettastapi vestan við Klaustur. Þjóðsaga segir að uppi á stapanum sé legstaður tveggja klaustursystra sem áttu að hafa verið brenndar á báli fyrir brot á siðareglum. Önnur hafði selt sig fjandanum, gengið með vígt brauð fyrir náðhúsdyr og lagst með karlmönnum. Hin hafði talað óguðlega um páfann. Eftir siðaskiptin var seinni nunnan talin saklaus og á leiði hennar óx fagur gróður en á leiði hinnar seku var gróðurlaust. Klifurfært fólk kemst upp á stapann en þaðan er mikið útsýni með jöklasýn.

Helstu upplýsingar

Heimilisfang Kleifar-Mörk
Póstfang/Bær 880 Kirkjubæjarklaustur
Sími 487 4675/861 7546/863 7546
Netfang kleifar68@simnet.is
Vefsíða http://kleifar.123.is
Opnunartími 1. júní–31. ágúst

Þjónusta á staðnum

Önnur tjaldsvæði á Suðurlandinu

LANGBRÓK

Fljótshlíð
861 Hvolsvöllur

Open
1. maí–1. október

SANDGERÐI

Byggðarvegi
245 Sandgerði

Open
1. apríl–30. september.

Skjól

Kjóastaðir
801 Geysir

Open
1. júní -15. september

STOKKSEYRI

Sólvellir
825 Stokkseyri

Open
1. maí–1. október

T-BÆR

T-bær, Selvogi
815 Þorlákshöfn

Open
15. apríl –30. september

ÞORLÁKSHÖFN

Hafnarberg 41 (við Íþróttamiðstöðina)
815 Þorlákshöfn

Open
15. maí–1. september

Afþreying á Suðurland

Phone numbers in iceland

Access codes

Country calling code +354
International call prefix 00

Special numbers

Emergency services 112
Police 444 2500
Directory enquiries 1818, 1819 or 1800
Speaking clock 155

Weather in iceland

Reykjavík

Friday
Overcast
C
Wind: 4 m/s WSW
Saturday
11°C
5 m/s SSE
Sunday
10°C
2 m/s SE
Monday
C
4 m/s SSW

Currency in iceland

CurrencyRateAmount
ISK
1
USD
108.52
DKK
16.93
EUR
126.2
NOK
13.38
GBP
143.85
SEK
12.23