Útilegukortið

Vestfirðir - REYKHÓLAHREPPUR

LoadingAdd

Tjaldsvæðið við Grettislaug á Reykhólum við Breiðafjörð er í jaðrinum á litlu, fallegu þorpi með fjölbreyttri þjónustu. Frá svæðinu eru léttir göngustígar að fuglaskoðunarhúsi við Langavatn, steininum Grettistaki og hvernum Einireykjum. Reykhólar og Reykhólahérað koma víða við sögu Íslands, m.a. í Grettis sögu og Þorskfirðingasögu. Þar eru mörg örnefni sem minna á dvöl Grettis sterka á Reykhólum og aðra viðburði í fornritum. Á miðöldum voru Reykhólar auðugasta höfuðból Íslands enda einstök hlunnindajörð, einkum vegna sjávarfangs, æðarvarps og annarra náttúrunytja, og fjölmargar eyjar fylgdu. Landbúnaður er helsti atvinnuvegurinn í sveitabyggðum Reykhólahrepps.

Upp úr 1970 myndaðist þorp á Reykhólum og búa þar nú um 130 manns. Niðri við sjóinn er Þörungaverksmiðjan hf. sem veitir mörgum vinnu. Hún hefur verið nefnd einhver náttúruvænasta stóriðja í heimi. Aðrir starfa við skólana og dvalarheimili aldraðra og ýmsa þjónustu. Þjónusta við ferðafólk fer stöðugt vaxandi í Reykhólahreppi. Þar er m.a. að finna hótel, gistiheimili, ferðaþjónustu bænda, upplýsingamiðstöð, verslun, veitingastaði, þaraböð og bílaviðgerðir. Á Báta- og hlunnindasýningunni á Reykhólum fær fólk m.a. að kynnast æðarfuglinum á nýjan hátt.

Grettislaug á Reykhólum er 25 m útisundlaug með heitum pottum. Í Djúpadal er notaleg innilaug með heitum potti. Í Reykhólasveit er afar fjölskrúðugt fuglalíf og eitt allra besta fuglaskoðunarsvæði hérlendis og miklar líkur að sjá haferni. Þar eru ótalmargar fallegar gönguleiðir og margir athyglisverðir og sögufrægir staðir. Á sumrin er haldin fjögurra daga byggðarhátíð sem nefnist Reykhóladagar.

Helstu upplýsingar

Heimilisfang Grettislaug á Reykhólum
Póstfang/Bær 380 Reykhólahreppur
Sími 434 7738
Netfang grettislaug@snerpa.is
Vefsíða www.reykholar.is
Opnunartími 1. júní–31. ágúst

Þjónusta á staðnum

Önnur tjaldsvæði á Vestfjörðum

BOLUNGARVÍK

Bolungarvík, við sundlaugina
415 Bolungarvík

Open
1. júní–30. september

DRANGSNES

Drangsnes
520 Drangsnes

Open
1. júní til 31 ágúst

FLÓKALUNDUR

Vatnsfjörður
451 Patreksfjörður

Open
1. júní–10. september

Þingeyri

Tjaldsvæði Þingeyrarodda
470 Þingeyri

Open
15. maí–15. september

TUNGUDALUR

Tungudalur
400 Ísafirði

Open
15. maí til 15. september

Afþreying á Vestfirðir

Phone numbers in iceland

Access codes

Country calling code +354
International call prefix 00

Special numbers

Emergency services 112
Police 444 2500
Directory enquiries 1818, 1819 or 1800
Speaking clock 155

Weather in iceland

Reykjavík

Friday
Clear sky
-6°C
Wind: 2 m/s ESE
Saturday
C
6 m/s S
Sunday
C
2 m/s S
Monday
C
7 m/s SSE

Currency in iceland

CurrencyRateAmount
ISK
1
USD
105.33
DKK
16.66
EUR
124
NOK
12.7
GBP
141.44
SEK
12.49