Útilegukortið

Suðurland - ÞORLÁKSHÖFN

LoadingAdd

Sveitarfélagið Ölfus er á suðvesturhorninu um 50 km frá Reykjavík. Það búa rúmlega 2000 manns í sveitarfélaginu og þar af um 1600 manns í Þorlákshöfn, sem er eina þéttbýlið í sveitarfélaginu.
Í Ölfusi er fjölbreytt landslag með svörtum sandfjörum, klettabjörgum, hraunbreiðum, hellum og háhitasvæðum svo eitthvað sé nefnt. Margar fallegar gönguleiðir er að finna í sveitarfélaginu og sundlaugin í Þorlákshöfn er talin ein af betri laugum landsins með frábærri ungbarnalaug innandyra fulla af leiktækjum.

Í Þorlákshöfn er einn af bestu brimbrettastöðum á Íslandi þar sem brimbrettakappar alls staðar úr heiminum koma til að prófa öldurnar. Gaman er að fylgjast með brimbrettaköppunum frá útsýnisskífunni við Hafnarnesvita.
Stutt er að keyra í Selvoginn þar sem vinsælt er að heita á Strandarkirkju eða skoða hús Einars Benediktssonar skálds í Herdísarvík.
Upplýsingamiðstöð Ölfuss er staðsett á Bæjarbókasafni Ölfuss og er opin frá kl. 12:30 til 17:30 alla virka daga. Tjaldsvæðið er staðsett fyrir aftan Íþróttamiðstöð Þorlákshafnar, við hliðina á Þorlákskirkju.

 

Helstu upplýsingar

Heimilisfang Hafnarberg 41 (við Íþróttamiðstöðina)
Póstfang/Bær 815 Þorlákshöfn
Sími 480 3890 / 857 1788
Netfang ragnar@olfus.is
Vefsíða www.olfus.is
Opnunartími 15. maí–15. september

Þjónusta á staðnum

Önnur tjaldsvæði á Suðurlandinu

ÁLFASKEIÐ

Syðra Langholti
845 Flúðum

Open
1. júní–1. september

GRINDAVÍK

Austurvegur 26
240 Grindavík

Open
1. maí–30. september

KLEIFARMÖRK

Kleifar-Mörk
880 Kirkjubæjarklaustur

Open
1. júní–31. ágúst

LANGBRÓK

Fljótshlíð
861 Hvolsvöllur

Open
1. maí–1. október

SANDGERÐI

Byggðavegi
245 Sandgerði

Open
1. apríl–30. september.

Skjól

Kjóastaðir
801 Geysir

Open
1. júní -15. september

STOKKSEYRI

Sólvellir
825 Stokkseyri

Open
1. maí–1. október